Njarðvíkingar brugðu fæti fyrir lið Tindastóls
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir, Lokað efni
14.03.2025
kl. 09.48
Tindastólsmenn spiluðu í gær við lið Njarðvíkur í spunkunýju Ljónagryfjunni í næstsíðustu umferðinni í Bónus deildinni þennan veturinn. Umræðan hjá spekingum hefur mestmegnis verið á þá leið að það væri nánast formsatriði fyrir Stólana að tryggja sér deildarmeistaratitilinn en útileikur í Njarðvík og heimaleikur gegn Val eru ekki beinlínis léttasta leiðin að deildarmeistaratitlinum þegar allt er í járnum. Það fór svo að Njarðvíkingar voru frískari og þá sér í lagi byrjunarlið þeirra sem skoraði öll stig liðsins utan einhverra sex sem SnjólfurStefánsson gerði. Lokatölur voru 101-90.
Meira